Skólinn
Klébergsskóli er grunnskóli í sveit og borg, elsti starfandi grunnskóli í Reykjavík eftir 1999 þegar Kjalarnes sameinaðist Reykjavík, nú með um 120 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er staðsettur rétt ofan við Kléberg sem hann tekur nafn sitt af. Einkennisorð Klébergsskóla eru virðing, samvinna og metnaður.
Skólinn er hluti af sameinaðri stofnun fimm starfsstaða; Leikskólans Bergs, Klébergsskóla, Frístundaheimilisins Kátakots, Félagsmiðstöðvarinnar Flógyn og Tónlistarskólans á Klébergi með um 53 starfsmenn, auk borgarbókasafns sem er skólasafn á skólatíma.
- Skólastjóri er Sigrún Anna Ólafsdóttir
- Aðstoðarskólastjóri er Brynhildur Hrund Jónsdóttir
Skólastarfið
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Klébergsskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Klébergsskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi.
- Vantar skólanámskrá Klébergsskóla 2024-2025
Skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs er að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans. Skólaráð Klébergsskóla er einnig skólaráð Leikskólans Berg þar sem um samrekna stofnun er að ræða.
Skólaráðið skipa:
- Sigrún Anna Ólafsdóttir skólastjóri
- Kristín Sigríður Evertsdóttir aðstoðarleikskólastjóri
- Guðrún Erla Magnúsdóttir umsjónarkennari 1.-3.b. (2021)
- Linda Rós Sigþórsdóttir umsjónarkennari 8.-10.b. (2021)
- Birna Jóhanna Ragnarsdóttir aðstoðarverkefnastjóri frístundar
- Helga Hermannsdóttir (Hermann, Styrmir og Auður) 2021
- Ólöf Ósk Guðmundsdóttir (Agnes og Guðmundur) 2021
- Hörður Þórbjörnsson formaður foreldrafélagsins (Sölvi og Þórbjörn) 2021
- Matthildur Sóley Eggertsdóttir 10. b.
- Arngrímur Hólm Arngrímsson 9. b.
- Þóra Ágústsdóttir (fulltrúi grenndarsamfélagsins) 2023
Fundargerðir skólaráðs
Hvað er í matinn?
Í Klébergsskóla er starfrækt mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk. Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift og ef nemandi er með matarofnæmi.
Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.
Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.
Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.
Skólareglur
Í aðalnámskrá grunnskóla segir í kaflanum um skólabrag að nemendur þurfa að tileinka sér í daglegu lífi ýmsa þætti til þess að vera virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi þar á meðal samskiptahæfni, virðingu, umburðarlyndi auk skilnings á uppbyggingu lýðræðislegs þjóðfélags. Nemendur þurfa að læra að umgangast hvern annan og allt starfsfólk skóla í sátt og samlyndi, taka ábyrgð á eigin framkomu og hegðun og virða skólareglur.
Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.
Skólahverfi Klébergsskóla
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það fer.
Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun.