Flöskuskeyti frá nemendum Klébergsskóla ,,aftur heim"

Flöskuskeyti frá nemendum Klébergsskóla

Klébergsskóla barst tilkynning um flöskuskeytafund frá nemendum héðan.

Skeytið fannst 23. mars 2025

Bjarni Karl Sighvatsson, 10 ára, sendi Klébergsskóla mynda af sér með flöskuskeytið sem hann og afi hans fundu þegar þeir voru að labba í fjörunni fyrir neðan Grundarhverfi. Í flöskunni var bréf frá 2 stúlkum á miðstigi í Klébergsskóla en aðeins tilgreint að það hafi verið sent á þessu ári, svo þá er erfitt að segja til um hversu lengi það hafi velkst um í sjónum. Hann sendir þeim bestu kveðjur frá honum og afa, nafna sínum.