,,Ég vil fá jólafrí, þess vegna er ég komin í skólann!"

Lína langsokkur fer í skóla

Gall í ,,Línu langsokk" á árshátíð 1.-7. bekkjar í Klébergsskóla í gær. 

Leikrit, tónlistarflutningur og uppistand.

Nemendur 1.-3. bekkja sýndu valin atriði úr sögunni um Línu langsokk, 4. og 5. bekkur tóku fyrir Skilaboðaskjóðuna og 6. og 7. bekkur stikluðu á stóru um sönglagaframlag Íslands til Sönglagakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, betur þekkt sem Eurovision. Þessu á milli léku Haddý Lilja, Áróra og Albert lög á píanó, en Albert flutti frumsamið lag. Nemendur í 7. bekk sáu um að kynna og halda uppi fjörinu á meðan var verið að skipta út leikmynd milli atriða.

Takk nemendur 1.-7. bekkja og starfsfólk fyrir ykkar framlag og foreldrar fyrir ykkar framlag af sætabrauði og tilheyrandi undirbúningi.

Gleðilega páska