Hagnýtar upplýsingar
Opnunartími skólans
Opnunartími Klébergsskóla er kl. 7:45-16:30 virka daga.
Skrifstofa
Skrifstofa Klébergsskóla er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-15:30 og föstudaga kl. 8:00-13:00.
Mötuneyti
Í Klébergsskóla er starfrækt mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk Klébergsskóla. Mataráskrift er gjaldfrjáls fyrir nemendur, en nauðsynlegt er að skrá þann sem vill vera í áskrift inn á vala.is
Ef nemandi hefur matarofnæmi þarf að skrá það og sýna fram á það með vottorði frá lækni. Vottorð um matarofnæmi þarf að endurnýja árlega.
Skrá þarf sérstaklega ef nemandi vill vera í morgunmat og eins ef viðkomandi vill vera í hádegismat á föstudögum, en nemendur sem þurfa að fara heim með skólarútu á föstudögum ná ekki að fara í hádegismat á föstudögum.
Forfallatilkynningar
Veikindi og forföll eru skráð í gegnum mentor.is
Sækja um leyfi
Við biðjum foreldra og forráðamenn vinsamlegast um að sækja um leyfi fyrirfram fyrir barn sitt, hvort sem óska á eftir leyfi úr skóla hluta úr degi eða lengra leyfi. Sótt er um leyfi í Mentor
Ef Mentor virkar ekki einhverra hluta vegna er hægt að senda okkur póst á netfangið Klebergsskoli@reykjavik.is eða hafa samband í síma 411 7170. (sjá opnunartíma skrifstofu)