Úrslit Klébergsskóla fyrir undankeppni stóru upplestrarhátíðarinnar

Undankeppni 7. bekkjar fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram mánudaginn 17. mars og stóðu nemendur sig frábærlega við allan undirbúning og í upplestrinum sjálfum.
Að þessu sinni voru það þær Esther Hugrún og Helga Björk sem munu koma fram sem fulltrúar Klébergsskóla í keppninni í ár en varamenn eru þau Júlía Nótt og Þorvar Ingi og óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.
Við munum síðan taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Grafarvogskirkju mánudaginn 24. mars og óskum við okkar fólki góðs gengis!