Úrslit Klébergsskóla fyrir undankeppni stóru upplestrarhátíðarinnar

Úrslit Klébergsskóla fyrir undankeppni stóru upplestrarkeppninnar

Undankeppni 7. bekkjar fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram mánudaginn 17. mars og stóðu nemendur sig frábærlega við allan undirbúning og í upplestrinum sjálfum. 

Að þessu sinni voru það þær Esther Hugrún og Helga Björk sem munu koma fram sem fulltrúar Klébergsskóla í keppninni í ár en varamenn eru þau Júlía Nótt og Þorvar Ingi og óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn. 

Við munum síðan taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Grafarvogskirkju mánudaginn 24. mars og óskum við okkar fólki góðs gengis!