Skólasetning Klébergsskóla 2025

Klébergsskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst kl. 8:30 í sal Klébergsskóla

 

Hverjir koma á skólasetningu?

Nemendur 2.-10. bekkja koma með foreldrum á skólasetninguna og hitta umsjónarkennara stuttlega að skólasetningu lokinni. Ekki er þörf á að taka neitt með sér þennan dag.

Þeir nemendur sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk hafa þegar fengið viðtalstíma með umsjónarkennara.

Allir nemendur Klébergsskóla byrja svo samkvæmt stundatöflu mánudaginn 25. ágúst kl. 8:15 með skólatösku og þeir sem hafa íþróttatíma/sundtíma í töflu á mánudögum mæta með íþróttaföt/sundföt eins og við á.

Sjáumst kát og glöð á föstudaginn!

Skólastjóri