Skólalóðin komin í lag

Skólalóð komin í lag og hringekja á sinn stað

Nú er frágangi á skólalóðinni lokið.

Búið er að skipta um öryggismottur og snyrta svæðið og skreyta með fleiri litum. Kastali kominn á sinn stað og hringekja sem er fær fólki í hjólastól. Nemendurnir kunna vel að meta hringekjuna og kastalann og eins að fá aftur aðgengi að rólunum.