Ratleikur, kaffi og með því
Í lok þemadaga um Náttúruvernd og vistheimt bauð Klébergsskóli foreldrum í opið hús til að sjá vinnu nemendanna.
Foreldrar og nemendur fjölmenntu á opna húsið.
Á boðstólum voru smákökur, skinkuhorn og pizzastnúðar sem nemendur höfðu bakað og tilheyrandi drykkjaföng, djús, vatn og kaffi.
Til boða stóð að taka þátt í ratleik þar sem finna þurfti stafi í tvö lykilorð sem finna mátti um allt hús. Þeir sem rötuðu á rétt lykilorð fara pott og verða þrír heppnir dregnir út sem hljóta verðlaun. Í nóvember verður svo gefið út hverjir unnu til verðlaunanna.
Við vonum að þau ykkar sem gáfuð ykkur tíma til að kíkja við, hafið haft gaman að. Vetrarfríið tekur svo við frá 24. október-28. október.
Takk fyrir komuna.