Öskudagsfjör

Öskudagur 2025 - allir á Klébergi

Það er líf og fjör á öskudaginn í Klébergsskóla. Þá klæða nær allir sig upp í búning og skemmta sér og öðrum.

Hvort ertu með?

Unglingarnir sáu um að mála andlit nemenda, þeirra sem vildu og buðu upp í dans í Flógyn. Grímugerð var á miðstiginu og hinir ýmsu leikir og spil hér og þar um skólann. Hópmyndataka var svo úti í porti í góðviðrinu og eftir það hópuðust nemendur í íþróttahúsið til að slá köttinn úr tunnunni. Svana íþróttakennari tilkynnti um hvort kynið hún gengi með, með því að sprengja confetti sprengju áður en farið var í að slá köttinn úr tunnunni sem að þessu sinni voru þrjár, ein fyrir hvert stig. OG ÞAÐ ER STELPA!!!