Opið hús 23. október kl. 8:15-9:30 - skertur dagur

Í næstu viku eru þemadagar í Klébergsskóla. Þá er óhefðbundið skólastarf hluta dagsins þar sem nemendur fara á milli stöðva í blönduðum hópum.
Viðfangsefni þemadaganna er nýtt þema í Grænfánaverkefninu en nú erum við að vinna sérstaklega með tvö þemu - náttúruvernd og vistheimt.
Hér er hægt að fræðast um þemun í Grænfánaverkefninu:
https://graenfaninn.is/graenfaninn/themu/
Fimmtudaginn 23. október er skertur dagur í Klébergsskóla. Þá er opið hús fyrir foreldra og nemendur frá kl. 8:15-9:30. Að öðru leyti er ekki skóli þennan dag. Skólabílar keyra ekki þennan dag.
Nemendur eru leiðsögumenn foreldra sinna, ganga með þeim um skólann og sýna afrakstur þemavinnunnar. Það verður ratleikur sem leiðir gestina í allar stofur skólans. Í salnum verða veitingar.
Að lokinni heimsókn fara nemendur heim með foreldrum sínum en það er opið í Kátakoti þennan dag fyrir þá sem eru þar. Þá tekur við vetrarleyfi og kennsla hefst aftur miðvikudaginn 29. október.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Bestu kveðjur frá öllum í Klébergsskóla