Hinsegin-fáni málaður í enskustofu

10. bekkur málar regnbogafána

Lífið er alls konar

10. Bekkurinn nýtti enskutíma í febrúar til að hressa aðeins upp á tungumálastofuna. Þar sem Klébergsskóli er Regnbogavottaður grunnskóli þá stóð til að mála Framfara-regnbogafánann (e: Progress Pride flag) á vegg á þemadögum í haust. Það frestaðist því miður en stendur nú til bóta! Fáninn er langt kominn og aðeins eftir að fínpússa línur og skerpa liti.
Fáninn minnir okkur á mikilvægi þess að allir fái að vera frjálsir í eigin skinni og að lífið er alls konar!