Heimsókn í HR

Heimsókn í HR

Á föstudaginn var fór hluti nemenda í 9. bekk á árlegan viðburð á vegum Háskólans í Reykjavík sem heitir Stelpur, stálp og tækni. Þar fórum við í tvær vinnustofur, fyrst í Orku- og vélarrannsóknarstofu og síðan fengum við kynningu frá fyrrum nemanda við skólann sem sagði okkur frá sinni reynslu við að hafa lært tölvunarfræði við HR og kynnti okkur fyrir listinni bak við tölvuleiki og vefsíðugerð. Eftir það var farið í fyrirtækjaheimsókn í fyrirtæki sem heitir Evolv sem sérhæfir sig í að búa til stafrænt vinnuafl fyrir fyrirtæki. Ferðin gekk að sjálfsögðu mjög vel og nemendur áhugasamir um allt sem fram fór.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér: https://www.ru.is/frettir/stelpur-stalp-og-taekni-skilar-nemendum-i-taeknigreinar