Gróðursetning 6. og 7. bekkja

Gróðursett í Klébergsbrekkunni
Yrkjusjóður úthlutar trjáplöntum til grunnskólanema til gróðursetningar og veitir fræðslu um tré og skóga og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið. Nemendur í 6.-7. bekk gróðursettu í brekkunni á móti Barnalundi sem við köllum nú Klébergsbrekku (þangað til annað og betra nafn finnst). Þau stóðu sig vel að vanda en mörg koma þó sárhent heim með skorna lófa og fingur en vonandi glöð og stolt af afreki dagsins.