Gleðilegt nýtt ár 2025!

Nú er nýtt ár gengið í garð og sólin farin að hækka á lofti.
Nemendastýrð foreldraviðtöl
Nú styttist í nemendaviðtölin sem verða þann 5. febrúar þar sem foreldrar og nemendur hitta umsjónarkennara og fara yfir námsárangur haustannar. Ekkert annað skólastarf verður þann dag en sá tími sem er úthlutaður. Foreldrar geta sent okkur óskir sínar um hvaða tíma dagsins viðtalstími hentar þeim. Þar ræður reglan ,,fyrstur kemur fyrstur fær."