Ef ég væri grágæs

Ef ég væri grágæs

Leikhópurinn Lotta kom í boði Foreldrafélags Leikskólans Berg og sýndi leikritið ,, Ef ég væri grágæs" í sal Klébergsskóla fyrir leikskólabörnin og nemendur í 1.-3. bekk. 

Ég er ánægð í eigin skinni...

... sagði steinatröllskessan þegar hún áttaði sig á því að hún þurfti ekki að gerast grágæs til að líða vel.

Börnin á Bergi og nemendur Klébergsskóla lifðu sig inn í leikritið og voru fús að hjálpa tröllskessunni við að finna lausn á málum.

Við þökkum Foreldrum barna á Bergi fyrir þetta boð.