Dekruð í ,,drasl" í Klébergsskóla

Brauðframleiðsla í Klébergsskóla.
Það vantar ekki dugnaðinn í matráðunum í Klébergsskóla Kollu og Unni. Þær eru búnar að baka heilt fjall af brauðum sem borin verða á borð með súpunni í dag. Við á Kléberginu erum dekruð í drasl af þessum stöllum. Takk fyrir.