Árshátíð Klébergsskóla hefst kl. 17:00 10. apríl

Nemendur 1.-7. bekkjar standa fyrir árshátíð fyrir foreldra og aðstandendur fimmtudaginn 10. aprí. kl. 17. Nemendur þurfa að mæta fyrr eða kl. 16:30 til að allt sé klárt fyrir settan tíma. 

 

Kaffigjald upp í skólabúðasöfnun verðandi 7. bekkjar

Nemendur hafa verið að baka sætabrauð síðustu tvær vikur í heimilisfræði til að leggja aukalega við kaffibrauðið sem nemendur 5., 6. og 7. bekkjar koma með. Kaffigjald er rukkað við innganginn 500kr. fyrir einstakling en ekki meira en 1500kr. á fjölskyldu. Enginn posi er á staðnum. Aðgangseyririnn safnast í skólabúðasjóð fyrir nemendur 7. bekkjar næsta skólaár.

Hlökkum til að sjá ykkur.