Arndís rithöfundur í heimsókn

Arndís að kynna bók sína Sólgos

Arndís Þórarinsdóttir kynnir bók sína Sólgos

Stutt og spennandi unglingabók um gervigreindina og Sólgos.

Á einu augabragði hefur gervigreindin breytt heiminum

Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur fjallaði í erindi sínu um stöðu mannsins og stöðu listarinnar í heimi gervigreindarinnar, en hún sagði líka frá nýjustu bókinni sinni, Sólgosi, sem fjallar um það sem gerist þegar öll tækni hverfur á augabragði og ekkert stendur eftir nema mennskan. Hvað verður um samfélög þegar engar reglur gilda lengur?

Nemendur Klébergsskóla hlustuðu af athygli á vangaveltur Arndísar.