Slökkviliðið heimsótti 3. bekk

Nemendur í 3. bekk Klébergsskóla prófa tæki sjúkrabíls
Nemendur í 3. bekk Klébergsskóla að skoða slökkviliðsbíl.

Hin árlega heimsókn slökkviliðsins til 3. bekkjar í gær vakti mikla lukku eins og alltaf. Þau fengu að skoða slökkviliðsbílinn og heyra sírenuvælið og sumir fengu að leggjast á sjúkrabörur í sjúkrabílnum. Þau fengu líka að skoða allar græjurnar. Fræðslu fengu nemendur auk þess inni í skólastofu. Þetta var mikil upplifun og þökkum við kærlega fyrir heimsóknina.