No translated content text
Mötuneyti
Í Klébergsskóla er starfrækt mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk Klébergsskóla. Mataráskrift er gjaldfrjáls fyrir nemendur, en nauðsynlegt er að skrá þann sem vill vera í áskrift inn á vala.is
Ef nemandi hefur matarofnæmi þarf að skrá það og sýna fram á það með vottorði frá lækni. Vottorð um matarofnæmi þarf að endurnýja árlega.
Skrá þarf sérstaklega ef nemandi vill vera í morgunmat og eins ef viðkomandi vill vera í hádegismat á föstudögum, en nemendur sem þurfa að fara heim með skólarútu á föstudögum ná ekki að fara í hádegismat á föstudögum.
Matseðill Klébergsskóla
Mikið er lagt upp úr heilsusamlegu mataræði. Brauð er bakað á staðnum, salat og/eða ávextir eru í boði í hvert mál og alltaf er vatn og mjólk í boði með matnum.
Athugið! Matseðill getur breyst án fyrirvara, ef vara berst ekki í tæka tíð eða aðrar ríkar ástæður valda því að ekki er hægt að halda sig við upprunalegan matseðil.