Leyfisbeiðni
Við biðjum foreldra og forráðamenn vinsamlegast um að sækja um leyfi fyrirfram fyrir barn sitt, hvort sem óska á eftir leyfi úr skóla hluta úr degi eða lengra leyfi.
Sótt er um í gegnum Mentor-kerfið
Ef Mentor virkar ekki einhverra hluta vegna er hægt að senda okkur póst á netfangið Klebergsskoli@reykjavik.is eða hafa samband í síma 411 7170. (sjá opnunartíma skrifstofu)
Skólaskylda
Lög um grunnskóla 91/2008 15. gr. 4.mgr. Skólaskylda
- Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.
Ath! Foreldrar þurfa að bera sig eftir viðeigandi skólagögnum frá umsjónarkennara barns síns, vel í tíma, svo hægt sé að undirbúa gögnin sem foreldrar þurfa að sækja í skólann, áður til stendur að fara í leyfi.